Skilmálar
Þessi vefsíða er í eigu og rekin af ammamía ehf, kt 431224-0540
Meginupplýsingar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu ammamia.is til neytenda. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á www.ammamia.is eru einungis fáanlegar á íslensku. Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Símanúmer er 697-4001 og netfang info@ammamia.is
Greiðslur:
Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Teya. Amma Mía fær aldrei kortaupplýsingar viðskiptavina.
Vöruskil:
Uppfylli seld vara ekki væntingar viðskiptavina er þeim velkomið að hafa samband við Ammu Mía á info@ammamia.is. Við bjóðum upp á endurgreiðslu eða vöruskipti með því tilskildu að varan hafi ekki verið opnuð og umbúðir enn þá í upprunalegu ásigkomulagi. Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum og þarf að sýna fram á kvittun við vöruskil. Hafið samband í netfangið info@ammamia.is til að fá frekari upplýsingar um hvert á að skila.
Sendingarmátar:
Pantanir sem berast fyrir klukkan 12:00 sendast út samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Fyrir Landsbyggðina má gera ráð fyrir að vara skili sér innan 2 daga. Ammamía ehf. tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkinga er vara send til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavini. Einnig eru viðskiptavinir hvattir til að hafa nöfn og heimilisföng eins ítarleg og kostur er á þegar pantað er. Hafi pöntun þín ekki borist innan 3 daga frá greiðslu er bent á að hafa samband við Ammu Mía á netfangið info@ammamia.is
Hafa samband:
Hægt er að hafa samband í síma 697-4001 og á tölvupóstinn info@ammamia.is
.png)
